Skip to main content
search
Fréttir

FSS: FUNDUR UM STOFNSKRÁ ANSO

By 11. júlí, 2006No Comments

ANSO (Association of Nordic LGBT Student Organizations) var stofnað 21. nóvember 2004 á helgar ráðstefnu í Danmörku.

Ein helgi er ekki langur tími til að stofna stór samtök eins og ANSO og klára öll formsatriði sem því tengjast. Leiðtogar allra stofnfélaganna fórnuðu öllum frítíma þessa helgi og settu saman lög/stofnskrá samtakanna. Unnið var langt fram á kvöld og vaknað eldsnemma á morgnana til að klára þetta skjal en það þurfti að gerast fyrir utan formlega dagskrá ráðstefnunnar.

Nú er í fyrsta skipti komið að því að endurskoða þetta mikilvæga skjal og hafa aðildarfélögin ákveðið að verja töluverðum tíma í það og leyfa fólkinu í félögunum að taka þátt.

Næsta miðvikudag kl. 20:00 ætlum við að hittast og skoða saman stofnskrána. Henni verður varpað upp á tjald og verða opnar umræður um það hvernig hver lagagrein ætti að vera og hvernig hún hefur virkað.

Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast virkilega innviðum ANSO og hafa áhrif.

Dæmi um umdeild atriði:
• Innan ANSO er hvert land með rétt til stjórnarsetu, en ekki hvert félag. Það þýðir að ef annað STK stúdentafélag verður stofnað á Íslandi þarf FSS að skiptast á við hið nýja félag um setu í stjórn ANSO
• Aðsetur ANSO er í Mykjunesi í Færeyjum!
• Engin skilgreining er á því hvað eru Norðurlönd. Viljum við t.d. leyfa Eystrasaltslöndum að vera með??

Stofnskrá ANSO má finna á heimasíðu FSS: www.gaystudent.is

Nánari upplýsingar og umræðu um stofnskrána má finna hér : www.gay.hi.is/anso

-stjórn FSS

 

Leave a Reply