Skip to main content
search
Fréttir

FUNDUR HJÁ TRANS-ÍSLAND

By 8. apríl, 2008No Comments

Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði hittist fólk sem er í óhefðbundinni stöðu með kyn sitt. Það óhefðbundna getur falist í kynáttun, kynhneigð, litningum, hormónajafnvægi, kynhlutverki, félagslegu kyni, skurðaðgerðum er varða kynið, og öðru er varðar kyn á einhvern hátt.

Aðalviðfangsefnið er endurbætur á þjóðfélagslegum aðstæðum, aðstæðum við atvinnu og nám, ásamt félagslegum aðstæðum og fjölskyldutengslum.

Inn í þetta fléttast réttarbætur varðandi nafnalögin, og margt annað. Einnig þurfum við að takast á við siðferðilega hlaðin hugtök tengd hugtakinu kynvillu, og eru hugtökin kynskiptingur og klæðskiptingur þar fremst í flokki.

Einnig þurfum við að takast á við þröngsýnan skilning á því eðlilega og hugmyndum um að við séum utan þess eðlilega og tilraunir til að skilgreina okkur sem slík.

Hópurinn hittist fyrsta miðvikudag í mánuði í félagsheimili Samtakanna ’78, Laugavegi 3. Næsti fundur er miðvikudaginn 2. júlí og hefst kl. 21.00.

-Trans-Ísland

 

 

Leave a Reply