Skip to main content
Fréttir

FUNDUR UM ÆTTLEIÐINGAR- OG FÓSTURMÁL

By 16. febrúar, 2007No Comments

Fimmtudaginn 22. febrúar halda Samtökin ´78 fræðsu- og umræðufund um ættleiðingar- og fósturmál.

Margir samkynhneigðir óska eftir að taka að sér barn til að annast og ala upp. Tvær leiðir sem gjarnan eru hugleiddar eru að taka að sér barn í fóstur eða ættleiða barn. Þessar tvær leiðir eru um margt ólíkar, og ólík lög sem um þær gilda.

Ákvæði um fósturbörn er að finna í barnaverndarlögum nr. 80/2002. Barn getur verið í tímabundnu eða varanlegu fóstri og barnið á alltaf rétt á samskiptum við kynforeldra sína á meðan það er í fóstri.

Þegar barn er ættleidd eru öll tengsl við kynforeldra slitin og barnið elst upp sem eigið barn kjörforeldra sinna. Ástæðan fyrir ættleiðingu geta verið ólíkar og ættleiðingar því gjarnan flokkaðar í stjúpættleiðingar, frumættleiðingar og erlendar ættleiðingar.

Á fundinum mun Anni G. Haugen, félagsráðgjafi, halda stutta framsögu þar sem fjallað er nánar um forsendur þess að börn fari í fóstur eða eru ættleidd og þá lagaramma sem um er að ræða. Á fundinum verða einnig fulltrúar úr stjórn Íslenskrar ættleiðingar sem svara munu spurningum gesta fyrir hönd félagsins.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar í Regnbogasal Samtakanna ´78 og hefst kl. 21.
Allir áhugasamir um málefnið eru hjartanlega velkomnir.

-Samtökin ´78

Leave a Reply