Skip to main content
search
Fréttir

Fyrsta Heldrimanna og kvenna kvöld

By 6. desember, 2010No Comments

Á mánudaginn klukkan 17:00 verður haldið fyrsta Heldri-manna og kvenna kvöld Samtakanna ´78. Kvöldið er ætlað hinsegin heldra fólki. Boðið verður uppá léttar kaffiveitingar. Með þessum kvöldum vilja samtökin ´78 búa til samfélag homma, lesbía, tvíkynhneigðra og trans fólks sem hefur náð eða er að nálgast sextugsaldurinn. Þetta er fyrsta kvöldið af vonandi mörgum því áætlað er að bjóða uppá svona kvöld fyrsta mánudag hvers mánaðar. Þetta fyrsta kvöld verður spjall stund þar sem heldra fólks samfélagsins geta komið saman og eru hugmyndir að dagskrá svona kvölda vel þegnar. Endilega láta sjá sig og njóta samvistar hvors annars.

Leave a Reply