Skip to main content
Fréttir

GAGNLEGUR FUNDUR UM TÆKNIFRJÓVGANIR

By 29. september, 2006No Comments

Í síðustu viku var haldinn fræðslufundur í félagsheimili Samtakanna ’78 um tæknifrjóvganir. Guðmundur Arason læknir á læknastöðinni ART Medica gerði grein fyrir því hvaða meðferðir standa til boða og hvernig þessum málum er háttað hér á landi. Hann upplýsti einnig að fyrsta barn lesbíupars sem leitað hefði til ART Medica væri á leiðinni.

Í síðustu viku kom góður gestur í heimsókn í félagsheimili Samtakanna ’78. Fundarefnið var tæknifrjóvganir og Guðmundur Arason, læknir á ART Medica, var svo vinsamlegur að koma og ústkýra hvaða meðferðir standa fólki til boða og hvernig þessum málum er háttað á Íslandi.

Á fundinum útskýrði Guðmundur munin á tæknisæðingu og glasafrjóvgun en fyrr nefnda aðferðin er notuð til að byrja með ef eggjaleiðarar konunar eru heilbrigðir. Sæði sem notað er á ART Medica er keypt af dönskum sæðisbanka og geta pörin sem sækja þjonustu til Art Medica keypt fimm skamta og geymt í um það bil tíu ár hjá þeim.

Samkvæmt því sem Guðmundur sagði fer tæknisæðing þannig fram að á fyrsta degi blæðinga fer konan í skoðun til ART Medica og læknir þar fylgist með þroska eggbús fram að egglosi. Þá eru sæðisfrumur settar upp í leghol konunnar með örfínum plastlegg. Tveimur vikum seinna getur konan svo farið í blóðprufu til að athuga hvort þungun hafi orðið. ART Medica hefur hingað til engöngu aðstoðað pör sem eiga við frjóvgunarvanda að stríða og því eru líkurnar á frjóvgun með þessari aðgerð innan við 20 %. Guðmundur telur þó líklegt að með tilkomu fleiri lesbíupara til ART Medica muni þessi tölfræði breytast þar sem lesbíur sem leita eftir þessari þjónustu hjá þeim eiga ekki við þann vanda að stríða í sama mæli. Meðferðin kostar 27.000 kr. og um þessar mundir er engin biðlisti.

Þegar þessi aðferð sem líst er hér að ofan dugar ekki er hægt að fara í glasafrjóvgunarmeðferð. Sú meðferð er bæði flóknari og dýrari en samkvæmt Guðmundi eru tæknisæðing yfirleitt ekki reynd oftar en 5 sinnum þar sem líkurnar á þungun eftir það eru hverfandi.

Þegar búið er að reyna tæknisæðingu árangurslaust, eða ef konan er með skemmda eggjaleiðara eða önnur vandamál, er hægt að gangast undir glasafjóvgun og byrjar meðferðin á lyfjameðferð sem miðast að því að slökkva á starfsemi eggjastokkanna. Það er gert til að ná stjórn á hormónakerfi konunnar og örva eggjastokkanna þannig að fleirri eggbú myndast. Örvunin er líka gert með hormóni og tekur hún yfirleitt tíu daga til tvær vikur. Læknirinn fylgist með konunni sem kemur nokkrum sinnum í sónar og þegar eggbúin eru tilbúin kemur konan á ART Medica í eggheimtu. Þá er henni gefin kæruleysis – og verkjalyf og eggin sótt. Egg og sæðisfrumur eru síðan settar í tilraunaglas og frjóvgunin verður á náttúrulegan hátt. Eftir þetta er ákveðið hve mörgum eggjum er komið fyrir í legi konunar og blóðprufa síðan gerð 2 vikum síðar til að athuga hvort þungun hafi orðið. Guðmundur sagði okkur svo frá því í lok fundarins að fyrsta barn lesbíupars sem leitað hefði til þeirra væri á leiðinni.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef ART Medica.

Anni Haugen, önnur af félagsráðgjöfum Samtakana ’78 var á fundinum og minnti fundargesti á að þeim væri velkomið að leita til þeirra ef einhverjar spurningar vöknuðu. Hægt er að panta tíma hjá félagsráðgjöfum á skrifstofu Samtakana ’78, en viðtölin eru ókeypis.

-TBS

 

Leave a Reply