Skip to main content
search
Fréttir

Gay Pride styrktarball á NASA með Páli Óskari

By 30. júní, 2009No Comments

Stærsti styrktardansleikur Hinsegin daga á árinu verður haldinn á NASA laugardaginn 4. júlí. Plötusnúður og skemmtanastjóri kvöldsins verður Páll Óskar sem gefur vinnu sína þetta kvöld.

Eins og mörg fyrri ár styrkja NASA og Páll Óskar Hinsegin daga með styrktardanleik en allur ágóði af miðasölu á dansleiknum hinn 4. júlí, rennur óskiptur til Hinsegin daga.

VIP PLATINUM kort verða til sölu við inngangin en þau tryggja handhöfum aðgang að öllum viðburðum Hinsegin daga á árinu. Forsala miða hefst í Samtökunum 78 fimmtudaginn 25. júní. Miðaverð er 2.000.

Styrktardansleikir Hinsegin daga hafa alla tíð verið ein af mikilvægustu tekjulindum hátíðarinnar, en glæsileiki Hinsegin daga hverju sinni, ræðst af þeim fjármunum sem hátíðin hefur yfir að ráða.

Minnum einnig á að við erum að leita að sjálfboðaliðum til alls kyns starfa við undirbúning hátíðarinnar og þá alveg sérstaklega síðustu dagana fyrir hátíðina og á hátíðinni sjálfri.

http://www.facebook.com/home.php?ref=logo#/event.php?eid=110728108102&ref=mf

Leave a Reply