Skip to main content
search
Fréttir

GAY PRIDE STYRKTARBALL Á NASA VIÐ AUSTURVÖLL

By 21. júní, 2008No Comments

Stærsta Gay pride styrktarball ársins er að venju á NASA í júlímánuði. Ballið verður hinn 5. júli og að sjálfsögðu er það enginn annar en Páll Óskar sem þeytir skífum fram undir morgun eins og honum einum er lagið!

Hinn 5. júlí er sléttur mánuður í hátíðina sjálfa og því gráupplagt að fá smjörþefinn af herlegheitunum í sannkallaðri pride stemmingu með Palla á NASA!!

Miðaverð er 1.500 krónur og rennur óskipt til Hinsegin daga. Forsala aðgöngumiða verður í miðasölu NASA föstudaginn 4. ágúst frá kl. 13:00 til 18:00.

VIP-PLATINUM kort gilda og verða til sölu á föstudeginum

Leave a Reply