Skip to main content
search
Fréttir

Góðir gestir!

By 16. júlí, 2012No Comments

Á dögunum komu í heimsókn í Samtökin ´78 myndarlegur hópur ungmenna á vegum CISV sumarbúðanna. Hópurinn, sem kemur alls staðar að úr heiminum, fræddist um hinsegin líf á Íslandi, mannréttindabaráttu og sögu ásamt því að deila með okkur stöðu heimalands þeirra, og því sem þau vissu um hinsegin menningu og sögu.

Gestgjafar fyrir Íslands hönd voru Eva María Þórarinsdóttir Lange, Ugla Stefanía Jónsdóttir, Natan Kolbeinsson og Steindór Sigurjónsson ásamt Árna Grétari Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Samtakanna ´78. Tókst heimsóknin einstaklega vel, umræðurnar líflegar og gestirnir einstaklega opnir og skemmtilegir. Eftir fundinn fengum við bréf sem minnti okkur á hve fræðsla og opin umræða er mikilvæg, ekki bara hérna heima, heldur um heim allan. Bréfið fengum við frá Evu Jóhannsdóttur, einum af íslensku hópstjórum CISV. Meðal þess sem hún segir frá í bréfinu er hve mikið þessi fundur hafi breytt afstöðu þeirra ungmenna sem koma frá íhaldssamari löndum heimsins, þar sem þau eru alin upp í samfélagi fordóma og hræðslu. Bréfið endar hún á þessum skemmtilegu línum: 

“Þau töluðu öll um það hvað þið væruð fyndin og opin. Opin fyrir því að hleypa þeim inn í ykkar persónulega líf og leyfa þeim að heyra ykkar sögur. Þau voru mjög þakklát fyrir það og mun fleiri en þessi sem ég nefndi að ofan töluðu um að þetta “activity” hafi breytt þeim og þeirra skoðunum. Ég vildi enda kveldið mitt á þessu emaili til ykkar því í dag hjálpuðuð þið 28 einstaklingum að horfa öðruvísi á tilveru sína og annarra.”

 

Leave a Reply