Skip to main content
search
Fréttir

Góugleði KMK

By 8. febrúar, 2010No Comments

Hin óviðjafnanlega árlega Góugleði veður að þessu sinni haldin á Skólabrú laugardaginn 6. mars. Miðaverð verður það sama og í fyrra kr. 5.500.- þrátt fyrir að allt annað hafi hækkað á okkur í þjóðfélaginu…..Dagskrá hefst að venju með fordrykk kl. 19.00.

Forréttur:
Sjávarrétta Sinfónía
(Skötuselur, Tígrisrækja,, humar á spjóti, ferskt salat með austurlenskri dressingu)

Aðalréttur:
Glóðaður lambavöðvi m/brúarkartöflu, madeira soðgljáa, ristaðri papriku og fersku salati.

Á eftir er boðið upp á kaffi og heimalagað konfekt.

Sjö kvenna nefnd undir styrkri stjórn Boggu Ísleifs vinnur nú hörðum höndum að skipulagningu og dagskráin verður ekki af verri endanum.

Viðburðurinn á síðu á fésbók, þar er hægt að skrá sig eða senda okkur tölvupóst á kmk@kmk.is
http://www.facebook.com/home.php#/event.php?eid=274824202764&ref=ts  Góugleðin er einn af hápunktum í starfi KMK og er um að gera að láta ekki þennan árlega viðburð fram hjá sér fara. Kveðja Góugleðisnefnd KMK 2010

Leave a Reply