Skip to main content
Fréttir

Góugleði

Miðasala á Góugleði er nú í fullum gangi og verðið það sama og í fyrra! Komdu við á Iðu, Skólabrú eða pantaðu í gegnum netið og millifærðu inn á reikning KMK:

 Reikningsnúmerið er:

 0542-26-4497 KT: 560393-2379 (muna að senda afrit á kmk@kmk.is)

 Í fyrra seldist upp og það stefnir í það sama í ár.

Heiðursgestur okkar er Andrea Gylfadóttir
Aðrir gestir: Rokkslæðurnar Kristín Eysteins, Kidda Rokk og Dísa, aldrei að vita nema Gréta slæðist í bæinn! Helga Möller kíkir á okkur, Elín Eyþórs lætur sig ekki vanta og leynigestur kemur til landsins til að heiðra samkomuna. DJ Dagný Borge sér um næturtónana.

Veislustýra er hin óviðjafnanlega dreifbýliskona Garún………..

Dagskrá hefst að venju með fordrykk kl. 19.00.

Forréttur:
Sjávarrétta Sinfónía
(Skötuselur, Tígrisrækja,, humar á spjóti, ferskt salat með austurlenskri dressingu)

Aðalréttur:
Glóðaður lambavöðvi m/brúarkartöflu, madeira soðgljáa, ristaðri papriku og fersku salati.

Á eftir er boðið upp á kaffi og heimalagað konfekt.

Allt þetta á gamla verðinu 5.500 kr. á mann.

Leave a Reply