Skip to main content
search
Fréttir

Guðjón Ragnar Jónasson: Hommarnir og helförin

By 26. október, 2015No Comments
Guðjón Ragnar Jónasson, rithöfundur, þýðandi og íslenskufræðingur við Menntaskólann í Reykjavík fjallar um bókina Mennirnir með bleika þríhyrninginn í fyrirlestri í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík, miðvikudaginn 28. október 2015 kl. 20.00.

Bókin segir sögu ungs, samkynhneigðs manns í fangabúðum nasista og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Maðurinn að baki sögunni hét Josef Kohout. Árið 1939 var hann handtekinn, ákærður fyrir „alvarlegan saurlifnað“ og dæmdur til þrælkunar, einn af þúsundum samkynhneigðra karla sem báru bleikan þríhyrning í fangabúðum nasista. Þar þraukaði hann skelfilega vist í sex ár uns hann fékk frelsi í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Í tvo áratugi safnaði hann kjarki til að sigrast á sársaukanum og segja sögu sína sem loks birtist á prenti árið 1972.

 
Í fyrirlestrinum fjallar Guðjón Ragnar um bókina og tilurð hennar. Jafnframt kynnir hann aðra bók um skylt efni, óútkomna þýðingu sína á ævisögu þýska læknisins og kynfræðingsins Magnusar Hirschfeld.

Leave a Reply