Skip to main content
search
Fréttir

Haustdagskrá íþróttafélagsins Styrmis

By 15. október, 2015No Comments

Íþróttafélagið Styrmir hefur verið starfandi síðan í september 2006 og heldur úti öflugu og skemmtilegu hinsegin íþrótta- og tómstundastarfi. Félagið er á Facebook.

Styrmir

Haustbréf frá Íþróttafélaginu Styrmi!

Nú í haust 2015 býður Styrmir upp á heilan helling af skemmtilegum hópum sem hægt er að æfa með í frábærum félagsskap. Allir eru velkomnir hvenær sem er á reglulegar æfingar í íþróttagreinunum okkar. Styrmir bíður áhugasömum að koma og prufa þrisvar sinnum í hverri íþróttagrein án endurgjalds.

Við viljum endilega heyra frá ykkur ef þið hafið hugmyndir um aðrar íþróttagreinar sem ykkur langar að stunda. Endilega hafið samband við formann Styrmis, Jón Þór Þorleifsson: jon.thorleifsson@gmail.com eða í síma 896-1988

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á facebook síðu Styrmis:

www.facebook.com/styrmir.sport

Hér er fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir hópana sem hittast reglulega yfir veturinn.

 

Hlaupahópur Styrmis:

Þriðjudagar kl 17:30-18:30.

Staðsetning: bílastæði Gamla Boot Camp á Rafstöðvarvegi.

Mjög fjölbreyttar æfingar þar sem allir geta hlaupið saman, algerir byrjendur sem og lengra komnir. Í september hefur nýliði komið á hverja einustu æfingu þannig að hópurinn er óðum að stækka og dafna. Þátttaka er ókeypis. Frekari upplýsingar veitir Bjarni: bjarnisnae@gmail.com eða í síma 661-2156. Hér er Hlaupahópur Styrmis með sinn hóp á facebook: https://www.facebook.com/groups/848344895185737/?fref=ts

 

Sunddeild Styrmis:

Mánudagar kl 19:30-20:15 í Sundhöll Reykjavíkur

Miðvikudagar kl 19:15-20:00 í Sundhöll Reykjavíkur

Fimmtudagar kl 20:30-21:30 í Laugardagslaug

Sund er náttúrulega alveg frábær íþrótt og þjálfari í vetur er Hólmgeir Reynisson. Sundliðið hefur getið sér mjög gott orð í keppnum undanfarið og þar hittist þéttur hópur sem er mjög opinn fyrir nýliðum. Frekar upplýsingar veitir Stephan Jón:  stephanj@simnet.is og í síma: 690-4472

Hér er sundhópurinn á facebook. Þar má finna aðrar praktískar upplýsingar um verð og annað: https://www.facebook.com/groups/styrmir.sund/?fref=ts

 

Blakdeild Styrmis:

Þriðjudagar kl 19:00-20:30.

Staðsetning: Íþróttahús HK, Furugrund 83.

Blakliðið hefur verið mjög virkt í nokkur ár og heldur áfram æfingum þar sem þjálfari kíkir nokkrum sinnum við.

Frekari upplýsingar um verð og aðrar upplýsingar veitir Pétur Óli: petur@luxor.is og í síma: 896-3012. Hér er blakhópur Styrmis á facebook: https://www.facebook.com/groups/styrmir.blak/?fref=ts

 

Fótboltadeild Styrmis:

Það er mikill vilji hjá Styrmi um að búa til skemmtilegan fótboltahóp sem hittist a.m.k. einu sinni í viku. Ef þú hefur áhuga á að vera með í gefandi og jákvæðu keppnisumhverfi að æfa fótbolta þá skaltu endilega hafa samband við Tyler: Tylereliasj@gmail.com eða í síma: 772-0901

Hér er fótboltagrúppa Styrmis á facebook: https://www.facebook.com/groups/styrmir.fotbolti/?fref=ts

Bestu kveðjur,
Bjarni Snæbjörnsson

bjarnisnae@gmail.com
S: 6612156
facebook.com/bjarnisnae
Twitter: @bjarnisnae 

 

 

Leave a Reply