Skip to main content
Fréttir

Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs

By 26. september, 2013No Comments

Á dögunum var hinn árlegi haustfundur Stjórnar og Trúnaðarráðs S´78.

Á fundinum var farið yfir niðurstöður Samtakamáttarins sem haldin var nú í vor, vetrardagskrá Samtakanna auk fleiri málefna.

Eftir fundarhöldin hélt hópurinn í Salt Eldhús sem er staðsett í portinu fyrir aftan Samtökin. Þar fórum við á matreiðslunámskeið hjá Gunnari Helga þar sem var keppt í liðum. Maturinn sem var eldaður var af margskonar toga en Örn meðstjórnandi, Auður formaður Trúnaðarráðs og Sólver sem situr í Trúnaðarráði fyrir hönd Hinsegin kórsins stóðu uppi sem sigurvegarar. Það var samróma álit dómaranna, Gunnars og Svandísar ritara að þau hefðu uppfyllt allt sem góðir nemendur þurfa til að bera. Dagurinn var góður og vonum við að vetrardagskráin muni bera keim af því.

Við þökkum fyrir okkur Salt Eldhús

Salt Eldhús, Laugavegi 1a (bakhús), 101 Reykjavík

Leave a Reply