Skip to main content
search
Fréttir

Hausthúllumhæ!

By 21. september, 2012No Comments

Samtökin ´78 ætla að byrja vetrarstarf sitt með sannkölluðu Hausthúllumhæi laugardaginn 22. september 2012!

Flóamarkaður og gleði að Laugavegi 3, fjórðu hæð!

*Fjölskylduhjálp Íslands verður með glæsilegan vintage kjólamarkað, allt söluandvirði rennur óskipt til Fjölskylduhjálparinnar!

* Listamenn verða með bása að selja verk sín!

*Ýmsir aðilar munu selja allskonar varning; föt, skart, bækur, dvd, húsbúnað, húsgögn og margt fleira!

*Guðdómlegar vöfflur og rjúkandi kaffi selt til styrktar S´78!

*Bókasafn S´78 verður með sektar-og samviskubitslausan dag!
Ef þú liggur á bókum, dvd eða öðru efni frá Bókasafninu okkar geturðu komið og laumað því í “nafnlausa” kassann og sloppið við sektir og samviskubit 😉

*Húsið opnar kl: 12 og stendur gleðin til kl:17!

Leave a Reply