Skip to main content
search
Fréttir

Heldri-manna og kvennakvöld

By 3. janúar, 2011No Comments

Á fimmtudaginn kemur verður annað Heldri-manna og kvennakvöld í Regnbogasal Samtakanna ´78. Ung tónlistarkona ætlar að koma og leyfa okkur að heyra ljúfa tóna. Kvöldið byrjar klukkan 17:00 og stendur yfir til 19:00. Allir sem hafa náð eða telja sig vera að nálgast sextugsaldurinn eru velkomnir, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transkonur sem transkarlar. Látum þetta ekki framhjá okkur fara.

Félagsmiðstöðin er lokuð í kvöld og hefur stjórn ákveðið að hætta opnum húsum á mánudagskvöldum. Mánudagskvöldin verða notuð undir námskeið og ef einhverjir hinsegin hópar vilja hittast þá er hægt að panta salinn þessi kvöld.

Leave a Reply