Skip to main content
FréttirRáðgjafarþjónustaTil upplýsingarTilkynning

Hildur Hjörvar til Samtakanna ’78

By 3. apríl, 2018nóvember 15th, 2021No Comments

Samtökin ’78 bjóða nýjan lögfræðing, Hildi Hjörvar, velkomna til starfa. Hildur mun taka við lögfræðiráðgjöf Samtakanna ’78 af Ernu Á. Mathiesen.

Hildur Hjörvar útskrifaðist með BA próf í lögfræði frá Háskóli Íslands árið 2015 og MA próf í lögfræði árið 2017 frá sama skóla, meistararitgerð Hildar fjallaði um mannréttindamál. Einnig stundaði Hildur skiptinám við Háskólann í Utrecht frá 2015-2016 á sviði þjóðaréttar með áherslu á alþjóðleg mannréttindi. Hildur hefur starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu síðan 2014.

Hildur Hjörvar er tímabundið búsett í Strassborg vegna vinnu sinnar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Því mun ráðgjöf Hildar fara í gegnum fjarfundarbúnað, síma eða tölvupóst fyrst um sinn. Líkt og með alla ráðgjafa okkar þarf að panta tíma með því að hringja í skrifstofu eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is

Samtökin ’78 bjóða upp á lögfræðiráðgjöf um samskipti við stofnanir, t.d. Þjóðskrá, Sýslumenn eða Tryggingastofnun, um skilnaðar- eða forsjármál, lögfræðingur getur metið hvort að um stærra mál sé að ræða er taka skal upp í dómssal og einnig aðstoða lögfræðingur við fyrstu skref til leitar réttar síns.

Um leið og við hlökkum til samstarfsins með Hildi þá vilja Samtökin ‘78 þakka Ernu Á. Mathiesen innilega fyrir sín störf í þágu félagsins og baráttunnar.

 

Leave a Reply