Skip to main content
Fréttir

Hinsegin Alþingi?

By 8. apríl, 2013No Comments

– stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78

Félagsmönnum Samtakanna '78 er boðið til kynningar- og málefnafundar með fulltrúum þeirra framboða sem bjóða munu fram til komandi Alþingiskosninga.

Öllum framboðum hefur verið sent formlegt boð um þátttöku á fundinum sem fer fram í Regnbogasal Samtakanna '78, fimmtudaginn 18. apríl og hefst kl. 20:00.

Samtökin '78 standa á tímamótum, en félagið fagnar í ár 35 ára afmæli. Margar þeirra lagabóta sem barist hefur verið fyrir undanfarin 35 ár hafa nú komist til framkvæmda og lagaleg staða hinsegin fólks því nokkuð góð í íslensku samfélagi. En betur má ef duga skal því lagalegt jafnrétti eitt og sér er ekki nóg.

Fyrirkomulag fundarins verður það að fundarstjóri mun í upphafi gefa fulltrúa hvers framboðs færi á að svara nokkrum fyrirfram ákveðnum spurningum tengdum málefnum hinsegin fólks og afstöðu framboðsins til þeirra. Að því loknu verður opnað fyrir spurningar úr sal. 

Það er von okkar að sem flestir félagar sjái sér fært að mæta og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu sem snertir okkur öll.

Kærar kveðjur,
Stjórn Samtakanna '78

Leave a Reply