Skip to main content
search
Fréttir

Hinsegin dagar og hinsegin tónar

By 16. júní, 2011No Comments

Hinsegin dagar

Nú þegar sól er hvað hæst á lofti fara margir að leiða hugann að hátíðinni okkar allra; Hinsegin dögum
Samtökin ´78 eru enginn eftirbátur í þeim efnum og höfum við hugsað okkur að taka þátt af meiri krafti en áður hefur verið.
Margar og fjölbreyttar hugmyndir eru í farvatninu og leitum við til ykkar að móta þær með okkur og láta þær verða að veruleika. Við óskum eftir sjálfboðaliðum í hin ýmsu verkefni, hver og einn áhugasamur ætti að geta fundið eitthvað sem hentar áhugasviði og getu. Ekki hika við að setja þig í samband við framkvæmdastjóra í síma 552-7878 eða í gegnum tölvupóst; skrifstofa@samtokin78.is
Hlökkum til að heyra frá öllum áhugasömum

Píanóstillingar

Á dögunum barst Samtökunum ´78 dásemdar píanó að gjöf og er það núna helsta stofuprýði Regnbogasalsins.
Því miður vanstilltist það við flutninga og því ákváðum við að leita til okkar félagsmanna til að kanna hvort einhver píanóstillingamaður/kona leyndist í okkar hópi. Ef það er einhver þarna úti sem kann að stilla píanó og væri tilbúin/n að gera Samtökunum þann greiða að stilla píanóið okkar má sú/sá endilega setja sig í samband við framkvæmdastjóra í síma 552-7878 eða í gegnum tölvupóst; skrifastofa@samtokin78.is

Leave a Reply