Skip to main content
search
Fréttir

Hinsegin félag Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu stofnað

By 21. apríl, 2015No Comments

Í dag bárust þær frábæru fréttir að Hinseginfélag Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu hefði verið formlega stofnað. Stutt er síðan fræðslustýran okkar, Ugla Stefanía, fór austur á land og hitti frábæran hóp nemenda og kennara á öllum aldri, bæði í grunnskólanum og framhaldsskólanum. Undirtektirnar voru frábærar og umræðurnar líflegar og fræðandi.

Þetta innlegg í umræður undanfarins sólarhrings er því afskaplega gleðilegt og sannar fyrir okkur að fræðslan lifir áfram meðal þeirra sem á hlýða. Við óskum FAS innilega til hamingju með nýtt félag í flóru þeirra skóla.

Leave a Reply