Skip to main content
search
Fréttir

Hinsegin femínismi

By 22. október, 2012No Comments

Kæra hinsegin fólk

Starfshópurinn góði stendur fyrir hittingi miðvikudaginn 24. okt. kl:20 í Regnbogasal S78 til að pæla aðeins í hvað hinsegin femínismi er. Í undirbúningi er smá innslag um skilgreiningar, gagnrýni og pælingar í tengslum við hinsegin femínisma og ef þið brennið í skinninu að koma einhverju efni á framfæri þá auðvitað gerið þið það.

Umræður um hvað okkur langar að gera með kraftinn sem býr í hinsegin þenkjandi femínistum þessa lands eru líka vel þegnar!

Annars er bara mæta, það er opið á barnum og allt það eins og lög gera ráð fyrir. Það er hjólastólaaðgengi í gegnum veitingastaðinn Buddha á 1. hæð.

Með kveðju
Nefndin

Leave a Reply