Skip to main content
search
Fréttir

Hinsegin fræðsla í Hafnarfirði

By 22. október, 2015No Comments

Samtökin ´78 hafa undanfarið verið í viðræðum við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar um með hvaða hætti væri farsælast að standa að hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Drög voru gerð að samningi og er það okkur mikil ánægja að fræðslunefnd bæjarins hafi nú samþykkt að vísa þeim drögum til bæjarstjórnar til umfjöllunar þar.

Fræðslan gerir ráð fyrir að allt starfsfólk grunnskólanna fái ítarlega fræðslu um hinsegin málefni, þ.e.a.s. um kynhneigð, kynvitund og málefni intersex fólks. Að auki munu allir 8. bekkingar fá heimsókn frá jafningjafræðurum samtakanna þar sem farið verður yfir helstu hinsegin hugtökin og rætt hvernig unglingar geta verið góðir bandamenn hinsegin unglinga. Þá er einnig farið í það hvert þau geta snúið sér ef þau vilja ,,koma út úr skápnum". Jafningjafræðararnir eru ungt fólk í kringum tvítugt og eru því mikilvægar fyrirmyndir fyrir unglingana. 

Við hlökkum til samstarfsins!

Sjá nánar hér

Leave a Reply