Skip to main content
search
Fréttir

Hinsegin heilbrigðismál

By 30. ágúst, 2011No Comments
Býrð þú yfir mikilvægum upplýsingum um heilbrigðisþjónustu?
 
ILGA Europe – samtök hinsegin fólks í Evrópu – vinnur nú að gerð stefnu í málefnum hinsegin fólks gagnvart Evrópusambandinu á sviðum heilbrigðismála. ILGA leitar í þessari vinnu m.a. eftir upplýsingum frá Íslandi, enda er landið umsóknarland að ESB, auk þess sem Samtökin ’78 eru aðili að ILGA Europe.
 
Upplýsingar sem um ræðir geta verið persónulegir vitnisburðir, staðreyndir og talnaefni um mismunun þegar kemur að aðgangi LGBTI fólks að heilbrigðisþjónustu, eða upplýsingar um sérstakar aðstæður og þarfir. Er heilbrigðisþjónustan að sinna þér nógu vel? Kemur hún á móts við þarfir minnihlutahópa? Er hún kannski útilokandi?
 
Ef þú telur þig búa yfir mikilvægum upplýsingum á þessu sviði og vilt deila þeim með ILGA Europe og okkur hinum, máttu gjarnan senda upplýsingarnar beint á tengilið Samtakanna ’78 við ILGA Europe, Hilmar Magnússon. Netfangið er hilmar.magnusson@gmail.com.
 
Með fyrirfram þökk,
 
Hilmar Magnússon
alþjóðastjórnmálafræðingur

Leave a Reply