Skip to main content
Fréttir

Hinsegin kórinn

By 9. janúar, 2012No Comments
 

Hinsegin kórinn er kór hinsegin fólks í Reykjavík og nágrenni. 

 

Tilgangur kórins er að vera fordómalaus vettvangur fyrir hinsegin fólk að hittast og njóta söngs saman. 

Þá vill kórinn vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu, vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks.

Hinsegin kórinn á aðild að Legato, samtökum hinsegin kóra um allan heim.

 

Kórinn æfir að jafnaði vikulega og eru æfingar á mánudögum kl. 20:00 í sal Samtakanna ’78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri, bæði á sjálfstæðum tónleikum og við önnur tilefni auk þess sem kórferðir innalands og erlendis eru á döfinni.

Hinsegin kórinn er öllum opinn, hinsegin eða svona, að undangengnm raddprófum. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á æfingu.

 

Stjórnandi kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir.

 

Hægt er að bóka Hinsegin kórinn til að syngja á hinum ýmsu viðburðum gegn sanngjarni þóknun sem rennur til starfsins. 

Til að bóka er hægt að senda póst á hinseginkorinn@gmail.com eða hafa samband við formann Ástu Ósk Hlöðversdóttur í síma 8686855.

Sjá einnig síðu kórsins á Facebook: https://www.facebook.com/hinseginkorinn

 

Leave a Reply