Skip to main content
search
Fréttir

Hinsegin líf og hinsegin barátta

By 7. janúar, 2015No Comments

Í námskeiðinu verður ljósi varpað á sögu samkynhneigðra, hreyfingu þeirra og baráttu í íslenskum samtíma og hún sett í alþjóðlegt samhengi. Fjallað verður um upphaf frelsishreyfingar samkynhneigðra og mikilvægar vörður í réttindabaráttunni. Menningarlegir og félagslegir þættir eins og sjálfsmynd og sýnileiki verða skoðaðir, kynntar kenningar um mótun kyns og kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Þá verður sjónum beint að lagaumhverfi og réttarstöðu samkynhneigðra, svo sem lögum um staðfesta samvist og ættleiðingar. Skoðað verður hvernig ýmsar stofnanir samfélagsins taka á samkynhneigð, svo sem skólakerfið og kirkjan. Þá verður fjallað um fjölskyldur samkynhneigðra (samkynhneigð pör/foreldrar/börn) og loks verður heilsufar og líðan samkynhneigðra skoðuð.

 

 

Leave a Reply