Skip to main content
FræðslustarfFréttir

Hinsegin og íþróttir

By 22. mars, 2023No Comments

Hinsegin og íþróttir – fræðsla til íþróttafélaga og sérsambanda

Haustið 2022 fór af stað ný fræðsla hjá okkur í Samtökunum ‘78 sem nefnist ,,Hinsegin og íþrótttir”. Fræðslan er sérstaklega ætluð iðkendum, þjálfurum, starfsfólki og stjórnendum innan íþróttahreyfingarinnar, hvort sem umræðir afreks- eða almenningsíþróttir. Fræðslan er samsuða af “Hinsegin 101”, bæklingsins ,,Trans börn og íþróttir” ásamt rannsókn Sveins Sampsted, íþróttafræðings og fræðara hjá okkur í samtökunum, á upplifun hinsegin fólks í íþróttum á Íslandi (sjá hér).

Fræðslan hefur hlotið afar góðar viðtökur og hafa hátt í þrjátíu fræðsluerindi nú þegar átt sér stað. Þó fræðslan byggi alltaf á sama grunni þá er hver fræðsla sérsniðin að hverjum hópi fyrir sig.

Fjölmörg íþróttafélög og sérsambönd hafa þegar sótt fræðslu fyrir þjálfara, starfsfólk og iðkendur og listinn lengist með viku hverri. 

Langar þig að vita meira eða bóka fræðslu? Endilega hafðu samband.

Sveinn fræðir meistara flokka Breiðabliks í knattspyrnu

Sveinn fræðir meistara flokka Breiðabliks í knattspyrnu

 

 

Frá fræðslu í Karatefélagi Þróshamars

Frá fræðslu í Karatefélagi Þróshamars

 

Frá fyrstu íþróttafræðslunni hjá UMSB