Skip to main content
search
Fréttir

Hinsegin Trúnó kaffihús

By 20. október, 2010No Comments

Alltaf er að bætast í þjónustu við hinsegin fólk. Í kvöld opnar kaffihúsið Trúnó sem er hinsegin kaffihús en er að sjálfsögðu opið öllum. Í kvöld miðvikudag er opnunarkvöld  og hefst gleðin klukkan 21:00. Kaffihúsið er að Laugarvegi 22 neðrihæð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum kaffihússins.

Trúnó opnar stolt í sögufrægu húsi sem margir í okkar hópi bera sterkar taugar til. Þar hafa þeir sem hinsegin eru stigið ófáa dansa allt frá árinu 1980 þegar skilti hékk utan á húsinu og á því stóð GAY BAR. Sögurnar eru margar sem til eyrna okkar hafa náð, sögur um þá sem fundu ástina á dansgólfinu og einnig um þá sem urðu fyrir barsmíðum vegna kynhneigðar sinnar.

Saga okkar og menning sem minnihlutahóps í litlu landi er sérstæð, hún býr í fólkinu í kringum okkur, í andlitunum á senunni. Á Trúnó verður haldið upp á sérstöðuna, menningu okkar flaggað og tekist á við söguna.

Þar verður huggulegt og fabulous að tylla sér í morgunkaffinu, snæða í dagsins önn, súpa á einu eftir vinnu, skála á kvöldin, taka skot eða borða köku um helgar, fá sér kalda kókómjólk á sunnudagsmorgni, komast á séns, glugga í hinsegin literatur, fara á trúnó, sitja yfir skólabókunum, taka þátt í skemmtilegum og fjölbreyttum viðburðum, hlusta á góða tónlist og svo margt fleira!

Á Trúnó verða til nýjar minningar af Laugavegi 22 í samblandi við Barböru

bleiku á efri hæðinni sem er opin um helgar og er gleði- og dansstaður umfram allt annað.

Við hlökkum til að sjá ykkur, 

Leave a Reply