Skip to main content
search
Fréttir

Hlauptu fyrir Samtökin '78

By 18. júlí, 2012No Comments

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2012 fer fram á Menningarnótt, laugardaginn 18.ágúst. Flestir ættu að geta fundið vegalengd við sitt hæfi því hægt er að velja um að hlaupa 3 km, 10 km, 21,1 km (hálft maraþon) og 42,4 km (heilt maraþon).

Eins og undanfarin ár gefst hlaupurum kostur á að safna áheitum sem renna til góðgerðarmála. Hlauparinn velur sér sjálfur félag af lista maraþonsins en Samtökin ’78 eru á þeim lista, annað árið í röð. Við hvetjum sem allra flesta að hlaupa til styrktar samtökunum okkar og að sjálfsögðu til að heita á hlauparana okkar.

Áheitasöfnun fer fram á www.hlaupastyrkur.is en skráningu í Reykjavíkurmaraþon má finna á slóðinni: http://marathon.is/reykjavikurmaraton

Hlauptu til góðs – Hlauptu fyrir Samtökin ’78!

Leave a Reply