Skip to main content
Fréttir

Hönnun vörumerkis Q – Félags hinsegin stúdenta

By 16. júní, 2010No Comments

Samkeppni um hönnun vörumerkis Q – félags hinsegin stúdenta

Q – félag hinsegin stúdenta efnir til samkeppni um hönnun á nýju vörumerki félagsins. Vörumerkið mun koma í stað þess gamla sem hefur verið notað síðan 2008. Vörumerkinu er ætlað að styrkja nafn félagsins og gera félagið minnistætt í huga fólks. Félagið starfar innan Háskóla Íslands og vinnur að aukinni fræðslu og réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Vörumerkið verður notað í öllu útgefnu efni, ritum og útgáfum sem félagið mun gefa frá sér.

Verðlaun 20.000 kr.- og keppnin er öllum opin.

Tillögum skal skila fyrir klukkan 23:59, föstudaginn 7 júlí 2010 á  heimilisfang Samtökanna ’78, Laugavegi 3, fjórða hæð. Tillögurnar skulu vera í lokuðu umslagi merktu dulnefni. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt sama dulnefni og inn í því þarf rétt nafn hönnuðar, heimilisfang og sími koma fram. Tillögum skal skila útprentuðum í lit á A4 blað (hámark 3 síður) eða sem fyrirmyndum (prótótýpum). Einnig skulu tillögurnar fylgja með á diski sem .pdf skjöl. Vinsamlegast kynnið ykkur nánari reglur á www.queer.is.

Úrslit verða kynnt fimmtudagin 24. júlí og þá verður sýning á völdum tillögum.

Nánari upplýsingar
www.queer.is þar sem nánari reglur koma fram.
Jón Kjartan Ágústsson, formaður Q / jonkjartanagustsson@gmail.com
Sesselja María Mortensen, varaformaður Q / settapetta@gmail.com

Leave a Reply