Skip to main content
search
Fréttir

Hreyfing á málefnum transgender fólks á Íslandi

By 8. nóvember, 2009No Comments
Átta þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að gera tillögur að úrbótum á stöðu transgender fólks á Íslandi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Réttarstaða transfólks á Íslandi er bæði veik og óljós og engin sérstök lög gildi um málefni þessa hóps líkt og í nágrannalöndunum. „Þannig er m.a. ýmislegt óljóst þegar kemur að meðhöndlun transfólks innan heilbrigðisgeirans og umboð og réttarstaða þegar kemur að læknisfræðilegri meðferð eru óskýr. Þá er og ýmislegt óljóst þegar kemur að óskoruðum rétti transgender einstaklinga til að óska eftir breytingu á skráningu nafns og kyns í þjóðskrá. Einstaklingur sem lifir í nýju kynhlutverki getur ekki fengið nafni sínu breytt nema hafa gengist undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, jafnvel þótt einungis hluti transfólks gangist undir slíka aðgerð,” segir í greinargerðinn sem fylgir þingsályktunartillögunnii.

Meðflutningsmenn Guðríðar Lilju eru Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingu, Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki, Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni, Ögmundur Jónasson VG, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu og Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki.  „Til að móta framsækna löggjöf í þessum efnum hérlendis er m.a. hægt að sækja fyrirmyndir til hins besta sem finnst í löggjöf annars staðar á Norðurlöndunum og í Hollandi og betrumbæta það sem þar vantar upp á,” segir í greinargerðinni með til tillögunni.

Leave a Reply