Skip to main content
Fréttir

Hringborðsumræður Samtakanna ´78

By 5. nóvember, 2009No Comments

Annað hvert mánudagskvöld allt fram til jóla fara fram hringborðsumræður í Regnbogasal Samtakanna ´78. Góðir gestir koma í heimsókn og halda erindi um þau mál sem helst eru á döfunni og tengjast samkynhneigð með einum eða öðrum hætti. Eftir flutning erinda geta gestir tekið þátt í umræðunum. Umsjón með umræðum hefur Svanfríður Lárusdóttur varaformaður Samtakanna ´78.

Fyrstu hringborðsumræðurnar verða næstkomandi mánudagskvöld kl. 21 en þá stígur á svið Þorvaldur Kristinsson sem er okkur öllum að góðu kunnur. Þorvaldur mun fjalla um “Hið gagnkynhneigða regluveldi” sem er eitt af lykilhlutverkum hinsegin fræða og mun Þorvaldur ennfremur velta fyrir sér hvaða þýðingu hugtakið hefur fyrir fræðin og veruleikann.

Leave a Reply