Skip to main content
search
Fréttir

Hvað ræðum við á vinnustað?

By 17. júlí, 2005No Comments

Að deila lífi þínu með samstarfsfólki og taka þátt í samræðum á vinnustað er oft lykillinn að góðum vinnudegi og vellíðan í starfi. Sögur af makanum, fjölskyldunni, börnum, vinum, kunningjum, hvernig þú verð frítíma þínum og hvort þú ert að slá þér upp, eru fastir liðir eins og venjulega, en fyrir okkur lesbíur, homma og tvíkynhneigða eru málin ekki alltaf svona einföld. Viðmót samstarfsfólks og andrúmsloft á vinnustað getur skipt sköpum og jafnvel stýrt því hversu hreinskilin við erum í vinnunni um einkalíf okkar og fjölskyldu, og hvort við treystum okkur yfirleitt til þess að vera fullkomlega opinská og taka þátt í ?óritskoðuðum? samræðum. Sú ákvörðun að ?koma út? er auðvitað undir hinum samkynhneigða starfsmanni sjálfum komið, en það er ýmislegt sem þú samstarfsfélagi góður, verkstjóri, trúnaðarmaður, starfsmannastjóri eða yfirmanneskja, getur gert til þess að auðvelda þetta ferli og stuðla þannig að betra vinnuumhverfi fyrir alla og aukinni ánægju í starfi.

Anna Einarsdóttir í VR-blaðinu, janúar 2005.

Leave a Reply