Skip to main content
search
Fréttir

Hvað segja framboðin um málefni hinsegin fólks?

By 19. apríl, 2013No Comments

Húsfylli var í Regnbogasal Samtakanna '78 í gærkvöldi á fundinum "Hinsegin Alþingi? – stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78". Fulltrúar tólf framboða til komandi Alþingiskosninga tóku þátt í pallborðsumræðum og svöruðu spurningum frá áhugasömum félögum Samtakanna '78. 

Formaður Samtakanna '78, Anna Pála Sverrisdóttir, bauð gesti velkomna og notaði meðal ananrs tækifærið til að auglýsa "Samtakamáttinn", þjóðfund hinsegin fólks sem haldinn verður í samstarfi við Reykjavíkurborg í Tjarnarsal Ráðhússins þann 1. júní. Fulltrúar framboðanna fengu afhend eintök af starfsskýrslu og ársreikningi Samtakanna '78 fyrir árið 2012 sem og gögn frá ILGA Europe um stöðu Hinsegin fólks í Evrópu (ILGA Europe Rainbow Map & Index 2012). Því næst tók fundarstjórinn, Guðfinnur Sigurvinsson, við keflinu og stýrði fundinum með sóma.

Í vikunni fengu framboðin sendan spurningalista með níu spurningum tengdum málefnum hinsegin fólks sem óskað var eftir skriflegum svörum við. Innsend svör má finna hér að neðan.

Samtökin '78 senda fulltrúum framboðanna, félagsmönnum og öðrum sem sóttu fundinn bestu þakkir fyrir þátttökuna! 

 
 
Fremri röð f.v.: Guðfinnur Sigurvinsson fundarstjóri, Anna Pála Sverrisdóttir formaður S'78, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir – Samfylkingunni, Harpa Njálsdóttir – Regnboganum, Katrín Jakobsdóttir – Vinstri grænum, Eygló Harðardóttir – Framsóknarflokki og Áslaug María Friðriksdóttir – Sjálfstæðisflokki.
 
Aftari röð f.v.: Þórður Björn Sigurðsson – Dögun, Sigurður Hrafn Sigurðsson – Hægri grænum, Róbert Marshall – Bjartri framtíð, Þorvaldur Þorvaldsson – Alþýðufylkingunni, Ragnar Sverrisson – Húmanistaflokki og Arnfríður Guðmundsdóttir – Lýðræðisvaktinni.
 
Á myndina vantar Brigittu Jónsdóttur – Pírötum.

Leave a Reply