Skip to main content
search
Fréttir

Hýraugað er hinsegin fréttabréf – Tryggðu þér eintak

By 3. október, 2010No Comments

 

Hýraugað er hinsegin fréttabréf – Tryggðu þér eintak

 

Flashútgáfa
PDF

Hýraugað á facebook

Hýraugað er hinsegin fréttabréf sem lætur sig varða um allt hinsegin.Hugmyndin að fréttabréfinu komst á flug eftir opinn trúnaðarráðsfund Samtakanna í vor þegar nokkrir verðandi blaðamenn gáfu sig fram við stjórn og lýstu áhuga á að koma að útgáfu reglulegs fréttabréfs. Ritstjóri er Guðmundur Helgason, í ritstjórn eru Atli Þór Fanndal, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafsteinn Sverrisson og Sigurður Júlíusson. Eva Ágústa er ljósmyndari blaðsins. Fyrst um sinn stefnum við á að fréttabréfið komi út 3–4 sinnum á ári á rafrænu formi og verði sent til allra á póstlista S’78. Nokkur eintök verða prentuð og látin liggja frammi á bókasafni og í Regnbogasal.

 

Ritstjórn blaðsins lagi mikla áherslu á að nýta þau tækifæri sem felast í stafrænni dreifingu. Þannig eru samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Flicker, Youtube, Twitter nýttir til að auka dreifingu blaðsins. Um leið opnast möguleikar á notkun margmiðlunarefnis. Meðal efni blaðsins er umfjöllun um La Cage aux Follies, rætt er við Ómar Inga Magnússon sem skrifaði BA ritgerð um hinsegin ferðaiðnað, skápurinn skrifar um sína raun og við ræðum við Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur og Andrés Watjanarat en þau eru í sundhóp Styrmis, viðtalið við þau má svo horfa á í heild sinni hér.

Hýrauganu er ekkert hinsegin óviðkomandi og ætlum við að fjalla um hver þau málefni sem okkur finnst eiga erindi við lesendur með fjölbreytileikann að leiðarljósi. Auk þess hvetjum við fólk til þess að hafa samband ef það lumar á góðu efni.

Ritstjórn

HÝRAUGAÐ >>> Facebook // Flicker // Youtube // Twitter // hyraugad@samtokin78.is

Leave a Reply