Samtökin ’78 í samvinnu við Árnastofnun kynna:

Hýryrði 2020

Hvaða orð vantar okkur?

Eins og öll tungumál þróast íslenskan í sífellu og aðlagast samfélagi hvers tíma. Orð hverfa úr almennri notkun á sama tíma og nýyrði verða til. Okkur í Samtökunum ‘78 er umhugað um að geta talað um veruleika okkar á íslensku. Á sama tíma þekkjum við mikilvægi þess að hafa eitthvað að segja um þau orð sem eru notuð um okkur. Hér má sjá nokkur dæmi um hugtök sem ljóst er að vantar í málið okkar:

Um Hýryrði 2020?

Hýryrði 2020 eru byggð á sömu hugmynd og fyrri hýryrðakeppni Samtakanna ’78, en hún var haldin árið 2015. Í þeirri keppni urðu m.a. til orðin eikynhneigð, dulkynja og flæðigerva. Á fimm árum hefur ýmislegt breyst og nýjar aðstæður krefjast nýrra orða. Við leitum því aftur til samfélagsins til að aðstoða okkur við að þróa tungumálið.

Þegar við höfum fengið tillögur til okkar munum við fara yfir þær í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að sjálfsögðu leitast eftir áliti þeirra hópa innan hinsegin samfélagsins sem orðin varða beint. Í lok verkefnisins gerum við ráð fyrir því að geta mælt með ákveðnum orðum og vonum í kjölfarið að þau nái flugi í málsamfélaginu, líkt og mörg orð Hýryrða 2015 hafa nú þegar gert.

Fá nánari upplýsingarHýryrði 2015

Taktu þátt hér að neðan!