Skip to main content
Fréttir

Hýryrði ársins kynnt

By 13. nóvember, 2015No Comments

Þá er komið að því! Seinustu vikur hefur dómnefnd Hýryrða, nýyrðasamkeppni Samtakanna ‘78, setið yfir þeim fjölmörgu tillögum sem bárust í keppnina í ágúst síðastliðnum. Eftir fjölmargar yfirferðir og mikla þankaganga hefur dómnefndin komist að niðurstöðu og valið bestu nýyrðin, og mun tilkynna þau á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember í húsnæði Samtakanna ‘78 við Suðurgötu 3.


Húsið opnar 19:30 en bestu orðin verða lesin upp og kynnt klukkan 20. Eftir það verður opið hús, boðið upp á goskenndar veitingar og tækifæri til að kynna sér aðra viðburði og verkefni Samtakanna ‘78. Húsnæðið er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun.

Leave a Reply