Skip to main content
AlþjóðamálFréttirTilkynning

IDAHOT+ og lokun skrifstofu 11. maí

Samtökin vekja athygli á IDAHOT+ ráðstefnu forsætisráðneytisins sem verður haldin á Íslandi 11. maí næstkomandi í Hörpu. Ráðstefnan er í tengslum við alþjóðadag gegn hinsegin fordómum (international day against homophobia, biphobia and transphobia) sem er ár hvert þann 17. maí.

IDAHOT+ er aðalvettvangur evrópskra ríkistjórna og hagsmunaaðila til þess að meta framvindu hinsegin réttinda í heimsálfunni, fagna áföngum og setja ný markmið. Markmið vettvangsins er að efla samvinnu og skilning á réttindum hinsegin fólks.

Stjórn og starfsfólk Samtakanna ’78 verða á svæðinu og skrifstofunni verður lokað 11.maí.

Skráning fer fram hér

Dagskrána má finna hér

Vefsíða ráðstefnunnar