Skip to main content
search
Fréttir

IGLA 2012 Reykjavík óska eftir sjálfboðaliðum

By 15. maí, 2012No Comments

Vertu memm í sundi!

Dagana 30. maí til 2. júní fer fram alþjóðlegt hinsegin sundmót í Reykjavík. Þátttakendur á mótinu verða um 500 og keppt verður í öllum sundgreinum, sundknattleik, dýfingum á samhæfðu listsundi.

Það er Íþróttafélagið Styrmir sem heldur mótið í samstarfi við Sundsamband Íslands. IGLA stendur fyrir International Gay and Lesbian Aquatics og er markmið þess að efla sundíþróttina meðal hinsegin fólks um allan heim.

Svo vel til takist þurfum við á þinni hjálp að halda. Við leitum að sjálfboðaliðum til að aðstoða við létt og skemmtileg störf á meðan á mótinu stendur , t.d:

– Skreytingar

– Aðstoð við keppnisgreinar

– Aðstoð við veitingar

– Aðstoð í upplýsingabás

– Sala á varningi

– Vera hress og reiðubúin að aðstoða alla útlendingana.

– Og nokkur önnur massa skemmtileg verkefni

Þetta er frábært tækifæri fyrir alla til að kynnast starfsemi Styrmis, kynnast nýju fólki frá öllum heimshornum og vera þátttakandi í þessu fyrsta hinsegin alþjóðlega sundmóti á Íslandi. Auk þess er sjálfboðaliðum boðið að taka þátt í viðburðum utan keppnistíma sem annars kostar inn á:

– Fyrirpartý með öllum þátttakendum keppninnar þriðudaginn 29. maí.

– Lokapartý á Rúbín þar sem Hera Björk stígur á stokk þann 2. júní.

– Hádegismatur þann dag sem þið vinnið við mótið.

– Sumargrill og skemmtilegheit laugardaginn 9. júní.

Fyrir utan allt þetta verður þetta gargandi skemmtilegt og mun mótið marka tímamót í sögu samkynhneigðra á Íslandi.

Íþróttafélagið Styrmir fékk tilnefningu til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins árið 2011 í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Mottó félagsins er „Fyrirmyndir, ekki staðalímyndir“. Í nafni sundíþróttarinnar og baráttu gegn fordómum bjóðum við öllum þeim sem vilja leggja hönd á plóg velkomna í hópinn.

Ekki hika! Taktu þátt í þessum sögulega viðburði og sendu okkur línu á asgeir@igla2012.org.

Hittumst í lauginni!

Kíkið nánar á keppninga hér: www.igla2012.org

Leave a Reply