Skip to main content
search
Fréttir

Jóla og áramótaball S´78

By 20. desember, 2012No Comments

Slettum úr klafunum saman á jóla- og áramótaballi Samtakanna ’78.
Við munum leggja undir okkur Laugaveg 73 eins og hann leggur sig! Fjörið fer fram bæði á Kjallaranum og Vínsmakkaranum auk þess sem portið þar á milli mun iða af hinsegin jólastuði. Húsið opnar kl. 22:00.
DJ Dick&Dyke munu halda uppi stanslausu stuði með jólablönduðu vampíruþema, svo taktu fram jólasveinahúfuna og vampírutennurnar, því þetta verður LEGENDARY!

FORSALA MIÐA ER HAFIN! Miðasala fer fram á skrifstofu Samtakanna ’78, Laugavegi  3 (opin milli kl. 13 og 17 virka daga fram að jólum) og á Kjallaranum.
Í forsölu – 1.500 kr. almennt verð
Í forsölu – 1.000 kr. fyrir félagsmenn í Samtökunum ’78
Við hurð 28. des – 2.000 kr. fyrir alla

Allur ágóði af miðasölu rennur í fræðslu- og ráðgjafarstarf Samtakanna ’78.

Leave a Reply