Skip to main content
search
Fréttir

JÓLABALL Í JÚNÍ!

By 2. júní, 2008No Comments

Hinsegin dögum finnst engin ástæða til að binda jólaböll við desember og bjóða því upp á jólaball í júní. Komið ykkur því í jólaskap og mætið í jólafötunum á Organ 16. júní og dansið í jólaskapi inn í þjóðhátíðardaginn!

Jólaballið í júní er næst síðasta styrktarball Hinsegin daga áður en hátíð sjálf skellur á í ágúst. Organ verður skreytt í tilefni dagsins og jólalögin hljóma í bland við dúndrandi danslög. Komið með jólapakka handa vinum ykkar og komið þeim á óvart. Jólasveinar og sveinkur komast á séns og dansa sig máttlaus fram að morgni þjóðhátíðardagsins daginn eftir.

Allur ágóði af jólaballinu rennur til Hinsegin daga. Verðbólgan hefur ekki náð tökum á Hinsegin dögum og því er miðaverð það sama og í fyrra, aðeins 1.000 krónur.

Gay pride

 

 

Leave a Reply