Skip to main content
Fréttir

JÓLABALL SAMTAKANNA ´78 Á IÐNÓ 20. DESEMBER

By 16. desember, 2008No Comments

Jólaball Samtakanna ´78 fer fram í Iðnó 20. desember. Jólaballið er jafnan eitt best sótta ball félagsins. Húsið opnar kl. 23 og verður fjölbreytt dagskrá allt kvöldið.

Jólaball Samtakanna ´78 fer fram í Iðnó 20. desember. Jólaballið er jafnan eitt best sótta ball félagsins og nú þegar eru seldir yfir 100 hundrað miðar í forsölu. Þetta þýðir bara að það stefnir allt í  frábært ball.  

Húsið opnar kl. 23 og verður fjölbreytt dagskrá allt kvöldið. Það er því um að gera að mæta snemma. Sérstakir gestir kvöldsins verða Friðrik Ómar og félagar, leikhópurinn Hégómi og svo flytur Skjöldur nýútgefið efni. DJ Þórir mun svo sjá um að allir skemmti sér á dansgólfinu.

Leave a Reply