Skip to main content
search
Fréttir

Jólabingó Samtakanna í Vinabæ 3. desember

By 27. nóvember, 2009No Comments

Jólabingó Samtakanna ´78 verður haldið 3. desember n.k. klukkan 20. Bingóið hefur stækkað ár frá ári og nú er svo komið að ekki dugar annað en sjálf bingóhöllin í Vinabæ. Jólabingóið hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í jólaundirbúningi margra, enda um að ræða stórskemmtilegt kvöld þar sem mögulegt er að vinna fjölda vinninga sem geta t.d. nýst sem jólagjafir eða komið í góðar þarfir hjá vinningshafanum sjálfum.

Öflun vinninga gengur vel en ef einhverjir félagsmanna luma á vinningum eða einhverjum tengslum sem geta hjálpað til við öflun vinninga er þeim bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra Samtakanna ´78 í síma 552-7878 eða senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@samtokin78.is Margar hendur vinna létt verk!

Rétt er að benda á að jólabingóið gegnir lykilhlutverki í fjáröflun Samtakanna ´78 og á það ekki hvað síst við nú. Því eru félagsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til þess að skemmta sér með okkur á jólabingói Samtakanna ´78 og um leið leggja góðu málefni lið.

Leave a Reply