Skip to main content
Fréttir

JÓLABINGÓ!

By 5. desember, 2012No Comments

Jæja góðir hálsar – nú er sko komið að því!

Hið árlega, sívinsæla og feikiskemmtilega jólabingó Samtakanna ’78 verður haldið í Vinabæ (Skipholti), föstudaginn 7. desember. 

Bingóið hefst kl. 20 (endilega mætið tímanlega) og að því loknu verður opið hús í Samtökunum (Laugavegi 3, 4 hæð) þar sem fjörið heldur áfram. (Það skal tekið fram að áfengi er ekki leyfilegt í Vinabæ – þó svo að um föstudag sé að ræða)

Bingóstjórar verða hinir óútreiknanlegu Bingófélagar Árni Pétur Guðjónsson og Hrönn Tooth Svans.

 

 Meðal vinninga eru:

• Flug með Wow air
• Spjaldtölva frá Tölvulistanum
• Ýmsir flottir bókavinningar
• Fjölmörg glæsileg gjafabréf
• Geisladiskar, dvd diskar, blöð og tímarit, jólatré, föt og skart
…og margt – margt fleira!

Komdu og skemmtu þér með okkur!

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Christmas Bingo!

Samtökin ’78 will hold its annual Christmas bingo fundraiser on friday December 7th in Vinabær, Skipholt 33 at 20:00. The hosts are the ever fabulous Árni Pétur and Hrönn Svans, the prizes are breathtaking and the athmosphere wonderful.

Leave a Reply