Skip to main content
Fréttir

JÓLABÓKAKVÖLD KMK 6. DESEMBER

By 2. desember, 2008No Comments

Jólabókakvöld KMK verður haldið í Regnbogasal laugardagskvöldið 6. desember. Kvöldið verður að hluta helgað minningu Kötlu Sigurgeirsdóttur sem lést nú í október. Katla var alla tíð félagi í Kmk og eitt af skúffuskáldunum sem lásu upp á fyrstu jólabókakvöldunum. Dagskráin hefst kl. 21. Kynnir er Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

Jólabókakvöld KMK verður haldið í Regnbogasal laugardagskvöldið 6. desember. Kvöldið verður að hluta helgað minningu Kötlu Sigurgeirsdóttur sem lést nú í október. Katla var alla tíð félagi í Kmk og eitt af skúffuskáldunum sem lásu upp á fyrstu jólabókakvöldunum.  Dagskráin hefst kl. 21. Kynnir er Ólafía Hrönn Jónsdóttir.

– María Guðmundsdóttir – Katla. Sýnt verður brot úr heimildamynd um Kötlu sem María Guðmundsdóttir er að vinna.

– Kristín Ómarsdóttir – Sjáðu fegurð þína. Undurfurður og óvæntar uppákomur úr  ljóða- og örsagnaheimi Kristínar Ómarsdóttur hafa ávallt slegið í gegn á jólabókakvöldum Kmk. Kristín les upp úr nýútkominni ljóðabók sinni Sjáðu fegurð þína.

– Guðrún Eva Mínervudóttir – Skaparinn. Guðrún Eva Mínervudóttir les upp úr Skaparanum nýútkominn skáldsögu sinni. Sagan lýsir samskiptum kynlífsdúkkusmiðsins Sveins og Lóu, en dóttir hennar þjáist af lystarstolssjúkdómi. Skaparinn er saga af útnára mannlífsins, þar sem venjulegt fólk glímir við einsemd og firringu.

– Auður Jónsdóttir – Vetrarsól. Vetrarsól er fimmta skáldsaga Auðar. Sagan segir frá nokkrum dögum í aðdraganda jóla í lífi ungrar konu í Reykjavík. Sunna stjórnar glæpasögunámskeiði, en skyndilega er engu líkara en líf hennar sjálfrar sé að verða að glæpasögu. Óvænt og húmorísk saga frá Auði.

– Margrét Pála Ólafsdóttir – Ég skal vera Grýla. Svanfríður Lárusdóttir les upp úr viðtalsbók Þórunnar Hrefnu Sigurjónsdóttur við Margréti Pálu Ólafsdóttur. Bókin segir frá uppvexti, einkalífi, fóstrustörfum, Hjallastefnunni og starfi í Samtökunum ’78. Í bókinn gerir Margrét Pála upp gömul mál meðal annars frá árum sínum sem formaður Samtakanna og setur punkt aftan við ósætti og átök.

– Katla Sigurgeirsdóttir – Og þá komst þú. Vigdís Grímsdóttir les smásöguna Og þá komst þú eftir Kötlu Sigurgeirsdóttur. Katla hafði einstaka frásagnargáfu og leikandi vald á tungumálinu. Í minningu Kötlu er sérstök ánægja að fá upplestur hennar góðu vinkonu.

 

Leave a Reply