Skip to main content
search
Fréttir

Jólabókakvöld Samtakanna ´78

By 4. desember, 2009No Comments

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 10. desember, verður hið árlega jólabókakvöld Samtakanna ´78 haldið í Regnbogasal. Húsið opnar kl. 20 en upplestur hefst kl. 21:00. Jólabókakvöld Samtakanna ´78 hefur ávallt verið vinsæll atburður og því er fólk kvatt til þess að mæta snemma og finna sér gott sæti. Þorvaldur Kristinsson stýrir dagskrá kvöldsins en þeir sem munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum eru Árni Heimir Ingólfsson, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Blöndal, Guðjón R. Jónasson og Jónína Leósdóttir. Ennfremur verður lesið upp úr nýútkomnum verkum Ingunnar Snædal og Lijlu Sigurðardóttur.  

Leave a Reply