Skip to main content
Fréttir

Jólatónleikar Hinsegin kórsins!

By 12. desember, 2012No Comments

Hinsegin kórinn heldur jólatónleika í Iðnó fimmtudaginn 13. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á efnisskrá kórsins sem er fjölbreytt og hýr.

Miðaverð er 1.800 kr. í forsölu og 2.000 kr. við hurð á tónleikastað. Forsala fer fram hjá kórmeðlimum og í gegnum netfangið hinseginkorinn@gmail.com

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 en hefur síðan þá komið fram við fjölbreytt tilefni. Kórinn hefur m.a. haldið þrenna sjálfstæða tónleika á árinu 2012, farið í tónleikaferð til Færeyja og margt fleira. Fyrstu sjálfstæðu tónleikar kórsins voru þrettándatónleikar í janúar 2012 en nú er komið að fyrstu jólatónleikum kórsins.

Stjórnandi kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir, meðleikari á tónleikunum er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Leave a Reply