Skip to main content
Fréttir

Kaup á nýju húsnæði Samtakanna ´78

By 21. febrúar, 2014No Comments

Eftir langa og ítarlega leit hefur loksins fundist húsnæði sem stjórn Samtakanna ´78 telur að uppfylli flestar þarfir og kröfur nýrra tíma hjá okkar ágæta félagi. 

Stjórnin hefur gert tilboð í húsnæðið með fyrirvara um samþykki félagsfundar og hefur það tilboð verið samþykkt af seljanda.

Því boðum við til félagsfundar fimmtudagskvöldið 27. febrúar 2014 kl: 20:30 í Regnbogasal Samtakanna ´78. Þar verður húsnæði og kauptilboð kynnt ásamt því að söluáform núverandi eignar verða reifuð.

Við hvetjum ALLA áhugasama um þessi mál til þess að skunda til fundar við okkur og taka með okkur þessa veigamiklu ákvörðun.

Leave a Reply