Skip to main content
Fréttir

KMK: BLAKIÐ HEFST AÐ NÝJU

By 31. ágúst, 2006No Comments

Blaklið KMK mun hefja æfingar að nýju mánudaginn 4.september. Æfingar eru tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga í íþróttasal Korpuskóla, Bakkastöðum 2, Grafarvogi.

Þetta eru ekkert nema hressar konur sem vilja hafa gaman að lífinu í leik og starfi og taka þær alltaf vel á móti nýliðum.

Athugið að kunnáttuleysi er engin fyrirstaða!

Það er allt í lagi þó svo að þið komist ekki nema annað kvöldið, það verður samt tekið vel á móti ykkur!

Æfingar í vetur eru sem hér segir:

Mánudagskvöld:
Korpuskóli – Grafarvogi kl. 19:00 – 20:00
og
Miðvikudagskvöld:
Korpuskóli – Grafarvogi kl. 20:00 – 22:00

-KMK – konur með knött

 

Leave a Reply