Skip to main content
Fréttir

EVRÓPUMÓT LESBÍA Í BLAKI – REYKJAVÍK 2007

By 26. apríl, 2007No Comments

Blaklið KMK var gestgjafi á árlegu páskamóti lesbía um nýliðna páska. Páskamótið er hálfgert Evrópumót lesbía enda keppa þar alla jafnan fjölmörg lið alls staðar að frá Evrópu. Páskamótið European Lesbian Volleyball Tournament var fyrst haldið í Berlín 1989, skömmu eftir fall Berlínarmúrsins og því var þetta í 19 skiptið sem mótið var haldið.

Blaklið KMK var gestgjafi á árlegu páskamóti lesbía um nýliðna páska. Páskamótið er hálfgert Evrópumót lesbía enda keppa þar alla jafnan fjölmörg lið alls staðar að frá Evrópu. Páskamótið European Lesbian Volleyball Tournament var fyrst haldið í Berlín 1989, skömmu eftir fall Berlínarmúrsins og því var þetta í 19 skiptið sem mótið var haldið.

Undandarin ár hafa allt að 600 keppendur mætt til leiks á Páskamótið og vinsældir þess aukast stöðugt. Í lok mótsin í Hamborg í fyrra tilkynnti blaklið KMK að mótið yrði haldið í Reykjavík 2007 við mikinn fögnuð viðstaddra og búist var við miklum fjölda keppenda til Reykjavíkur um páskana. Þegar til kom reyndist flestum ferðin til Íslands of dýr og var því þátttakan minni en venjulega. Það voru þó um 80 hressar lesbíur, keppendur og fylgifiskar, sem létu hrakspár um kulda, myrkur og dýra flugmiða ekki aftra sér frá því að fljúga á vit ævintýranna á Íslandi.

Mikil umfjöllun fjölmiðla

Blakmótið fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum og greinilegt að það þótti saga til næsta bæjar að evrópskar lesbíur spiluðu blak á Íslandi. Hluti af umfjölluninni var þó á sérkennilegu plani og ljóst að áhuginn var síst á íþróttinni sjálfri, heldur því að lesbíur væru að fjölmenna til landsins og einhvern veginn tókst fólki á bloggsíðum sínum jafnvel að tengja blakmótið við klámráðstefnuna sem var fyrirhuguð í Reykjavík í vor! En allt fór þetta vel að lokum og engin mótmæli eða ólæti voru á meðan á mótinu stóð.

Reddingar og gestrisni.

Blaklið KMK lagði mikla áherslu á að taka vel á móti gestunum og greiða þeim leið til að gera ferðina sem eftirminnilegasta. Blakliðið skipulagði ferð í Bláa lónið og hvalaskoðunarferðir sem voru vel sóttar en auk þess voru íslensku gestgjafarnir duglegir við að aðstoða gesti sína við ýmis konar reddingar, s.s. að bóka miða á tónleika Bjarkar í Laugardalshöll, keyra og sækja í Leifstöð og á BSÍ og gefa þessum elskum að borða góðan íslenskan mat auk þess sem haldnar voru bjórkynningar um alla borg. Margir keppendur lengdu ferðina í annan hvorn endann til að geta ferðast aðeins um landið og skoðað jökla, hveri, fossa og fjöll. Landkynning mótsins var því mikil og skildi eftir sig minningar um annað og meira en blak og konur. Þess má geta að 90 % gestanna voru í heimagistingu hjá íslensku keppendunum og öðru góðu fólki sem opnaði heimili sín til að gera dvölina sem þægilegasta.

Hollensku liðin sigursæl

Mótið var sett með formlegum hætti í Regnbogasal Samtakanna 78 að kvöldi föstudagsins langa. Morguninn eftir hófst svo sjálf blakkeppnin í Fylkishöllinni í Árbænum. Tólf lið voru skráð til leiks og hófst mótið á settum tíma og fyrr en varði var allt komið í fullan gang og gekk eftir áætlun það sem eftir lifði dags.

Spilað var í 3 deildum A, B og C. Liðin voru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi.
Í stuttu máli gekk hollensku liðunum best og unnu lið frá Amsterdam allar þrjár deildirnar.
Blaklið KMK var vel mannað og gat því lánað nokkra af sínum bestu leikmönnum til nokkurra gestaliða sem voru misvel mönnuð. Blaklið KMK lenti í öðru sæti í C riðli við mikinn fögnuð áhorfenda, sem voru ekki margir. Hér má sjá úrslit laugardagsins.

Laugardagur

 

 

 

Lið

Stig

1.deild

 

 

1

Netzo 1

10

2

DD Won

7

3

Kokolores+Lonvecrow

4

4

Rrasant

3

 

 

 

2.deild

 

 

1

Where is the nearest hot spring?

10

2

DD Too

8,5

3

NimmDu

3

4

Las Chicas + 3 KMK

2,5

 

 

 

3.deild

 

 

1

Netzo Free Willy

9

2

KMK

7,5

3

One Armed Bandits

5

4

DD Three

2,5

Eyjamótið – skemmtileg tilbreyting

Á páskadag var liðunum skipt upp þannig að í hverju liði voru 2 konur úr hverjum riðli og reynt var að gæta þess að ekki væru fleiri en ein úr hverju liði í nýja liðinu. Tilgangurinn var að hrista saman keppendur saman og gefa þeim tækifæri til að kynnast hver annarri á skemmtilegan máta. Allir keppendur voru á sama máli um að hugmyndin hefði gengið vel upp og að þetta hefði sett skemmtilegan og afslappaðan svip á annars vel skipulagt mót. Liðin voru nefnd eftir hinum ýmsu eyjum við Ísland svo að keppendur fengu smá landkynningu í leiðinni. Úrslit sunnudagsins urðu þessi:

Sunnudagur

 

 

 

Lið

Stig

Hlutfall

1.deild

 

 

 

1

Hrísey

3,5

1,13

2

Viðey

2

1,19

3

Surtsey

0,5

0,74

 

 

 

 

 

 

 

 

2.deild

 

 

 

1

Engey

3

1,81

2

Dyrhólaey

3

0,97

3

Grímsey

0

0,55

 

 

 

 

 

 

 

 

3.deild

 

 

 

1

Papey

2,5

1,15

2

Flatey

2

1,02

3

Málmey

1,5

0,86

 

 

 

 

4.deild

 

 

 

1

Heimaey

3

1,29

2

Hjörsey

2

0,87

3

Drangey

1

0,91

Lokahóf á Broadway

Lokahóf mótsins var svo í Ásbyrgi á Broadway á páskadagskvöld. Þar var framreiddur góður matur og skemmtiatriði að hætti KMK. Á miðnætti var slegið upp hefðbundnu íslensku lesbíuballi og mættu um 100 íslenskar konur auk keppenda. Lokahófið var að mestu leiti vel heppnað og ánægjulegur endir á vel heppnuðu móti.

Takk, takk

Aðstandendur keppninnar eru hæstánægðar og stoltar með mótið allt og umgjörð þess. Mikill undirbúningur bjó að baki mótinu og stór hópur kv
enna gerði það að veruleika með óeigingjörnu sjálfboðastarfi, auk þess sem við nutum stuðnings nokkurra fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana. Má þar nefna Reykjavíkurborg, Hexa, Hreinar meyjar, Samtökin 78, Framaverk, Samskip, Sælgætisgerðina Góu og Sölufélag Garðyrkjumanna. Við kunnum þeim ómældar þakkir fyrir því án þessa stuðnings hefði mótið ekki orðið svona glæsilegt.

Síðast en ekki síst þökkum við þeim fjölmörgu einstaklingum sem opnuðu heimili sín og hjörtu fyrir erlendum gestum og hjálpuðu þannig til við að gera ferðina til Íslands ógleymanlega.
Á næsta Páskamót, sem haldið verður í Vín í Austurríki um páskana 2008, mæta íslensku keppendurnir galvaskar og njóta þess að hitta nýjar og gamlar vinkonur frá fyrri mótum.

Fyrir hönd Blakliðs KMK
Kristín Sævarsdóttir

Leave a Reply