Skip to main content
Fréttir

KMK – Blakið er að byrja

By 20. ágúst, 2004No Comments

Tilkynningar Þá er loks komið að því. Blaklið KMK hefur æfingar aftur að loknu sumarfríi í byrjun september. Vegna lélegrar mætingar í fyrra er hugsanlegt að við neyðumst til að hætta með fasta æfingatíma KMK en liðið mun þá reyna að fá inni með öðru félagi (straight konum). Við viljum hins vegar reyna enn einu sinni að ná saman áhugasömum hópi lesbia sem geta tryggt að þær mæti nokkurn veginn einu sinni í viku.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið þá ætlum við að hittast í Regnbogasal Samtakanna 78 fimmtudaginn 26. ágúst kl. 21:00. Spjöllum saman og leggjum línurnar fyrir veturinn. Hugmyndin er að æfa á miðvikudagskvöldum frá kl. 20:40 – 22:00.

Allar konur eru velkomnar hvort sem þær kunna blak eða ekki. Það hefur myndast mjög skemmtileg stemning í liðinu undanfarin ár og við stefnum að því að fara saman til Belgíu um næstu Páska til að taka þátt í stóru blakmóti þar sem koma saman blaklið sem samanstanda eingöngu af lesbíum alls staðar að úr Evrópu.

Hittumst hressar…blakhressar!

Leave a Reply