Skip to main content
Fréttir

Golfmót og bjórkvöld KMK á Barböru

By 11. júní, 2009No Comments

Golfmót KMK verður haldið á Ljúflingi (litla vellinum á Oddi) þriðjudaginn 16. júní kl. 18:00. Þátttökugjald aðeins 1000 kr.
Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi (betri bolti). Vön og óvön saman í liði. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og fyrir að vera næst holu á nokkrum brautum.
Þær sem eiga ekki réttu áhöldin fá kylfur lánaðar hjá félaganum.
Þá er bara að drífa sig í að skrá sig hjá Fríðu Óskars í síma 869-7587, Boggu Ísleifs í síma 660-9630 eða senda póst á Kolbrúnu Eddu, kollaes@hotmail.com.
Ath. hvetjum óvanar að vera ekki feimnar við að mæta, vani félaginn er til þess ætlaður að redda málunum 😉
Eftir golfmótið munum við skunda á Barböru þar sem KMK konur fá sérstakan afslátt á barnum (2. hæð). Bjórinn á 500 kr og skot einnig á 500 kr.
Húsið opnar kl. 21:00 og tilboðið gildir til kl. 23:30.
Sjáumst á þriðjudaginn!
Golfnefnd KMK

Leave a Reply